stólar 6 frá zenus

Hönnuður: Aðalheiður Þórólfsdóttir, iðnhönnuður FVI

Stóll 6 er spjallstóll eða hugsanastóll því hann er hannaður með því sjónarmiði að notalegt sé að sitja í honum lengi og spjalla eða hugsa.Hann má nota í eldhús, í borðstofu, á kaffihús, á bókasafni, á biðstofu eða hvar sem er þar sem á að vera gott að sitja. Formið á Stól 6 er mjúkt og straumlínulagað í anda hönnunar frá sjöunda áratugnum. Stólinn er í senn mjúkur og öruggur.  Stóll 6 á að nýtast vel og lengi. Grindin í Stól 6 er hægt að fá í nokkrum mismunandi litum. Hægt er að fá Stól 6 í leðri eða taui.