Bolstrun

Bólstrun og viðgerðir á húsgögnum

Zenus tekur að sér endurklæðningar og viðhald á skrifstofuhúsgögnum, fundarstólum, skilrúmum, skólastólum, leðurhúsgögnum og fleiru. Nú sem aldrei fyrr kjósa mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar að fara hagstæðu leiðina og endurklæða húsgögnin í staðin fyrir að kaupa ný.

Starfsmenn Zenus taka að sér viðgerðir og endurklæðningar á bólstruðum húsgögnum fyrir skrifstofuna, fundarherbergið eða skólastofuna. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og erum þekktir fyrir góða og skilvirka þjónustu. Við tökum að okkur fjöbreytt verkefni og höfum svigrúm til að afgreiða þau með stuttum fyrirvara.

Ef þú þarft að láta bólstra sófa, stóla eða annað ekki hika við að hafa samband við okkur og við gerum tilboð. Best er að senda mynd og stutta lýsingu á zenus@zenus.is og þá getum við sent þér verðtilboð.

HAFÐU SAMBAND