Kari-Sofi

Í Kára er blandað saman formum frá miðbiki síðustu aldar og nýjustu straumum í hönnun á léttu og einföldu húsgagni. Útkoman er djarfur og glæsilegur sófi sem vakið hefur verðskuldaða athygli.

Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði þennan sófa. Sturla hefur á undanförnum áratugum hannað mikið af innréttingum og húsgögnum sem þúsundir íslendinga umgangast daglega í skólum og vinnustöðum. Með Kára vendir hann kvæði sínu í kross og færir sig að þessu sinni inn á heimili landsmanna.

VINSÆLAR SAMSETNINGAR

Kari1

kari2