• Rimlagluggatjöld

    Luxaflex® rimlagluggatjöld – nákvæm stjórn á birtu og stemningu.

    Luxaflex® rimlagluggatjöld eru sveigjanleg og áhrifarík leið til að stjórna birtu inn í rými. Láréttir rimlar gefa þér nákvæma stjórn á bæði styrkleika og stefnu ljóssins, þannig að auðvelt er að skapa rétta stemningu yfir daginn. Í boði er fjölbreytt úrval lita, áferða og útfærslna, svo þú getur mótað þinn persónulega stíl, hvort sem þú kýst látlaust, hlýtt eða sterkt útlit. Rimlarnir fást í fjórum breiddum: 25, 35, 50 og 70 mm. Rimlagluggatjöld sameina fallega hönnun og góða birtustýringu fyrir heimilið.

    Falleg hönnun í gluggann þinn

    Góð birtustýring

    Tímalaus hönnun með nútímalegu yfirbragði

    Fást sem rafstýrð gluggatjöld 

    PowerView®

    PowerView® Automation-kerfið okkar gerir þér kleift að stýra því á hvaða tíma sólahringsins þú dregur Luxaflex® gardínurnarnar þínar fyrir eða frá með einföldu appi eða fjarstýringu. Fáðu rétta birtu, byrgðu innsýn eftir hentugleika, sparaðu orku og hámarkaðu þægindin á augabraði – jafnvel þó að þú sért ekki heima.