Plissé
Luxaflex® plisségluggatjöld – snjallar lausnir fyrir óhefðbundna glugga.
Plisségluggatjöld henta sérstaklega vel í glugga sem ekki eru beinir, eins og hallandi, skáa, boga- og þakglugga. Þau bjóða upp á nákvæma stýringu á sól og innsýn, þannig að þú velur hvað á að skyggja og hvað má vera opið. Með topp-niður/botn-upp kerfi er hægt að færa gluggatjaldið bæði ofan frá og neðan og stilla það á miðjum glugga eftir þörfum. Hreinar línur plisségluggatjalda gefa glugganum skýran karakter og fallegt útlit.
Í boði er fjölbreytt úrval efna og lita svo auðvelt er að finna lausn sem hentar heimilinu.
Fágað útlit
Passar í allar gerðir glugga
Góð birtustýring

Fást sem rafstýrð gluggatjöld
PowerView® Automation-kerfið okkar gerir þér kleift að stýra því á hvaða tíma sólahringsins þú dregur Luxaflex® gardínurnarnar þínar fyrir eða frá með einföldu appi eða fjarstýringu. Fáðu rétta birtu, byrgðu innsýn eftir hentugleika, sparaðu orku og hámarkaðu þægindin á augabraði – jafnvel þó að þú sért ekki heima.









