Gluggatjöld

Sérsniðin gluggatjöld fyrir allar þarfir, Zenus býður fjölbreytt úrval gluggatjalda frá Luxaflex® og Svensson, með val um hágæða efni, stílhreina hönnun og snjallar stýringar. Veldu lausnir sem sameina fegurð, þægindi og virkni.

Luxaflex gluggatjöld

Daglega framleiðir Luxaflex þúsundir gluggatjalda í mismunandi stærðum og gerðum. Gluggatjöldin frá Luxaflex eru sérsniðin að þínum þörfum. Við veitum aðstoðum við val á gluggatjöldunum og kerfinu sem hentar best fyrir hverju sinni.

  • Rúllugluggatjöld

  • Duette®

  • Plissé

  • Felligluggatjöld

  • Strimlagluggatjöld

  • Rimlagluggatjöld

  • Trérimlagluggatjöld

  • Gluggatjaldabrautir

  • Skordýranet

  • Rúllugluggatjöld utanhús

  • Twist

  • Silhouette®

Hangandi gluggatjöld

Hangandi gluggatjöld gefa notalega og hlýlega stemningu og henta mjög vel með öðrum tegundum gardína.
Luxaflex® gluggatjöld eru til í miklu úrvali og úr vinsælum efnum, svo sem hör, flaueli og myrkvunarefni.
Þú velur hvaða tegund þú vilt og gluggatjöldin koma sérsniðin og tilbúin í gluggann þinn, með braut eða stöng, allt eftir þínum óskum.
Efnismikil gluggatjöld gefa róandi yfirbragð og draga bæði úr birtu og hljóði og skapa þar með notalegt andrúmsloft heima.