Bólstrun

Zenus sérhæfir sig í endurklæðningu og viðhaldi skrifstofuhúsgagna, fundarstóla, skilrúma, skólastóla, leðurhúsgagna og fleira. Í dag velja enn fleiri að endurnýta húsgögn með endurklæðningu í stað þess að kaupa ný, er það bæði umhverfisvænt og varðveitir gæði góðra húsgagna.

Starfsfólk Zenus sér um allar viðgerðir og endurklæðningar á bólstruðum húsgögnum og leggjum við áherslu á vönduð vinnubrögð, faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni og höfum sveigjanleika til að afgreiða þau með stuttum fyrirvara.

Viltu fá tilboð í bólstrun? Sendu okkur mynd og stutta lýsingu á verkefninu á zenus@zenus.is og við svörum eins fljótt og við getum með verðtilboði.