Primus

Prímus er glæsilegur nútíma sófi þar sem blandað er saman tveimur mismunandi efnum sem vinna einstaklega vel saman. Hann bíður upp á mikla notkunarmöguleika þar sem hann fæst 2ja sæta, 3ja sæta og einnig sem hornsófi. Hann er fallegur, einfaldur og nútímalegur – hönnun sem vekur athygli. Prímus hentar vel fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Inga Sigurjónsdóttir arkitekt hannaði þennan sófa. Hún er eigandi arkitektastofunnar Studiohringur og hefur á undanförnum árum hannað hús og innréttingar fyrir heimili og vinnustaði. Verk hennar hafa verið birt í mörgum innlendum og erlendum hönnunarblöðum.

VINSÆLAR SAMSETNINGAR

Primus-einingar